Andstaða við evruna í Eistlandi

Frá Tallin höfuðborg Eistlands.
Frá Tallin höfuðborg Eistlands. Reuters

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun vill meirihluti Eistlendinga ekki taka upp evruna þar í landi í stað eistnesku krónunnar (kroon). Tilkynnt var fyrr á þessu ári að evran verði tekin í notkun í Eistlandi í byrjun næsta árs.

Samtals segjast 50% aðspurðra í könnuninni að þeir myndu greiða atkvæði gegn því að taka upp evruna en 39% eru því hlynnt. Í sömu könnun var spurt hvort þjóðaratkvæði ætti að fara fram um það hvort taka ætti evruna upp og sögðust 57% því fylgjandi en 32% voru því andvíg.

Ekki stendur hins vegar til af hálfu eistneskra stjórnvalda að haldið verði þjóðaratkvæði í Eistlandi um það hvort taka eigi upp evruna sem gjaldmiðil landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert