Bankaræningi handtekinn í Stokkhólmi

Sænskir lögreglumenn að störfum. Mynd úr safni.
Sænskir lögreglumenn að störfum. Mynd úr safni. Reuters

Lögreglan í Stokkhólmi hefur handtekið ræningja sem hélt starfsmönnum og viðskiptavinum banka í Östermalm í gíslingu í dag. Klukkan 14:10 að staðartíma réðist lögreglan inn í bankann og yfirbugaði manninn.

Lögreglunni barst tilkynning kl. 11:32 um að vopnaður bankaræningi hefði farið inn í skrifstofur Handelsbanken við Storgatan.

Fjölmargir lögreglumenn fóru á staðinn og girtu svæðið af þannig að ræninginn komst ekki út. Dagens Nyheter greinir frá því að maðurinn hefði verið mjög æstur í fyrstu. Hann hafi hins vegar róast. Að sögn sjónarvottar heyrðust skothvellir innan úr bankanum sem leiddi til þess að lögreglan gerði áhlaup.

Talsmaður lögreglunnar segir að lögregluaðgerðin hafi heppnast. Engan hafi sakað og ræninginn hafi verið handtekinn.

Hann verður nú yfirheyrður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert