Rekinn í gegn í nautahlaupi

Nautahlaupið í Pamplona er eitt það þekktasta á Spáni. Myndin …
Nautahlaupið í Pamplona er eitt það þekktasta á Spáni. Myndin er úr myndasafni. Reuters

Karlmaður dó eftir að hann var rekinn í gegn í nautahlaupi í borginni Fuentesauco í Zamora á Spáni í morgun. Maðurinn var 19 ára og frá Madrid svæðinu. Nautahlaupið hófst klukkan þrjú í nótt þegar nautunum var slepp lausum á götum bæjarins.

Naut rak manninn í gegn með hornum sínum um 90 mínútum eftir að hlaupið hófst. Hann var úrskurðaður látinn skömmu síðar á heilsugæslustöð. 

Nautahlaupið var liður í hátíðarhöldum sem hófust í gær og standa fram á þriðjudag. Efna átti til margra nautahlaupa á hátíðinni. Hætt var við frekari hátíðarhöld í dag eftir slysið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert