Ungt norskt fólk nennir ekki að vinna

Við Akerbryggjuna í Osló. Þar er verðlag líklega einna hæst …
Við Akerbryggjuna í Osló. Þar er verðlag líklega einna hæst í öllum heiminum í dag. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ungt norskt fólk ber enga virðingu fyrir vinnuveitendum sínum. Það fyrsta sem ungir Norðmenn spyrja um þegar þeir sækja um vinnu, er það hversu marga daga þeir geta verið fjarverandi, án þess að þurfa að leggja inn læknisvottorð um veikindi.

Þetta segir Rebecca Mahboubi , stofnandi norskrar kaffihúsakeðju sem nefnist Bagel & juice. Þannig tekur hún undir með forstjóra NHO, John G. Bern Anders, sem fyrir stuttu gagnrýndi norska æsku á svipuðum forsendum.

Mahboubi segir margt fólk alls ekki þakklátt fyrir að fá vinnu, heldur finnist því að hún eigi að vera þakklát fyrir að það nenni að vinna störfin sem til er ætlast af þeim.

„Norsk ungmenni virða ekki vinnuveitendur sína. Mörg þeirra hafa fengið allt upp í hendurnar í lífinu mjög auðveldlega og vilja alltaf að hlutirnir gerist á þeirra forsendum. Hér sé ég stóran mun á norsku krökkunum og þeim innfluttu. Þetta snýst alltaf um það hvað þau fái út úr þessu, en þetta snýst um það hvað þau hafa fram að færa. Norskur ungdómur þarf að herða sig svolítið upp. Vinna er vinna og maður þarf að vinna mikið til að ná árangri í lífinu,“ segir Mahboubi.

Fréttina í heild má sjá hér, á vef Dagens Næringsliv.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert