Ekki ganga í ESB!

Nigel Farage flytur ræðuna á Evrópuþinginu.
Nigel Farage flytur ræðuna á Evrópuþinginu.

Evrópusambandið (ESB) mun taka fiskimiðin af Íslendingum, sagði Nigel Farage, breskur þingmaður á Evrópuþinginu í Strassborg í umræðum um aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu á þinginu í dag. Hann hvetur íslensku þjóðina til að láta það ekki gerast.

Farage sagði m.a. að rætt væri um lítið samfélag í Norður-Atlantshafði sem búi við þúsund ára þingræðishefð, gott menntunarstig og þar sem fólk hugsi áður en það framkvæmir. 

„Ég held að það sé þess vegna sem rúmlega tveir þriðju þjóðarinnar hafa tekið ákvörðun. Þeir vilja ekki ganga í Evrópusambandið. Það mun ekki gerast. Allt sem ég get sagt er: Heppna, gamla Ísland,“ sagði Farage.

Hann sagði að vegna þess að Ísland sé ekki í ESB og ekki með evruna hafi gengisfelling íslensku krónunnar verið góð fyrir íslenska hagkerfið og hér hafi orðið aukning í ferðamennsku.

„Ég myndi halda að lönd á borð við Grikkland öfundi þá,“ sagði Farage. „Þeir eru með 200 mílna efnahagslögsögu fyrir fiskveiðar sínar sem þeir unnu í þorskastríðum við Breta á 8. áratug síðustu aldar.

Ekki fórna því, ekki gefa það frá ykkur, ekki treysta atvinnustjórnmálamönnum ykkar. Ef þið gerið það þá mun þetta lið [ESB] taka stærstu endurnýjanlegu auðlind ykkar af ykkur. Ekki gera það!“

Ræða Nigel Farage á Evrópuþinginu á YouTube

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert