Fagnaðarlæti á Páskaeyju

Fagnaðarlæti brutust út á Páskaeyju  þegar sólin myrkvaðist og myrkur varð um miðjan dag. Í hálfrökkrinu glitti  í steinstytturnar, sem staðið hafa á eyjunni í þúsundir ára. 

„Þetta var eins og að vera á íþróttaleikvangi í flóðljósum. Eins og að vera í dimmu herbergi með 10 watta peru," sagði heimamaðurinn Francisco Haoa.

Sólmyrkvi sást í dag yfir Kyrrahafi og lengst var hann yfir Páskaeyju, 4 mínútur og 41 sekúndur. Eyjan er  3500 km vestur af Chile. Þúsundir ferðamanna komu til eyjarinnar um helgina til að fylgjast með þessu sjaldgæfa náttúrufyrirbæri. 

Sólin myrkvaðist yfir Kyrrahafi í dag.
Sólin myrkvaðist yfir Kyrrahafi í dag. Reuters
Fjölmargir fylgdust með sólmyrkvanum á Páskaeyju.
Fjölmargir fylgdust með sólmyrkvanum á Páskaeyju. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert