Hvetja til meiri samdráttar í losun

Reuters

Ráðherrar Þýskalands, Frakklands og Bretland kalla eftir því að lönd Evrópusambandsins setji markið hærra þegar kemur að því að draga saman í losun gróðurhúsalofttegunda og dragi þannig úr losun um 30% fram til ársins 2020, samanborið við losun árið 1990, í stað aðeins 20% eins og áður hafði verið rætt um.

Ályktun þessa efnis var í dag birt í breska dagblaðinu Financial Times, þýska dagblaðinu Frankfurter Allgemeine og franska dagblaðinu Le Monde.

„Ef við höldum okkur aðeins við 20% samdrátt þá eru miklar líkur á því að Evrópa missi af lestinni í samkeppninni við lönd á borð við Kína, Japan og Bandaríkin. Fyrrgreind lönd hyggjast öll leggja aukna áherslu á að gera viðskiptaumhverfið meira aðlaðandi fyrir fyrirtæki sem stuðla að minni losun gróðurhúsalofttegunda,“ segir m.a. í yfirlýsingu ráðherranna þriggja. Þeir eru Norbert Roettgen umhverfisráðherra Þýskalands, Jean-Louis Borloo umhverfisráðherra Frakklands og Chris Huhne ráðherra loftlagsbreytingamála í Bretlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert