Sterkir skjálftar á Fillipseyjum

Harður skjálfti varð á Filipseyjum. Myndin er úr safni.
Harður skjálfti varð á Filipseyjum. Myndin er úr safni. Reuters

Harðir jarðskjálftar, um 7,3 stig, urðu við sunnanverðar Fillipseyjar um tíuleytið í kvöld að íslenskum tíma, en árla morguns að staðartíma. Samkvæmt fyrstu fregnum er ekki vitað enn um stórtjón og flóðbylgjuviðvörun hefur ekki verið gefin út.

Upptök skjálftanna eru djúpt neðansjávar, eða á um 600 km dýpi, um 103 km suðvestur frá borginni Cotabato á Mindanao. Í fyrstu var talið að um einn skjálfta hafi verið að ræða en hið minnst tveir mjög stórir kippir komu fram á mælum.

Jarðhræringar eru tíðar á þessum slóðum, sem kunnugt er, og hafa margar hverjar kallað fram flóðbylgjur og valdið miklu manntjóni og gríðarlegum skemmdum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert