Hitamet féll í Moskvu

Mistur liggur yfir Moskvu, bæði vegna hita og reyks frá …
Mistur liggur yfir Moskvu, bæði vegna hita og reyks frá skógareldum í nágrenninu. Reuters

Hitamet féll í Moskvu, höfuðborg Rússlands, í dag þegar hitinn fór í 37,2°C. Skrár um veðurfar hafa verið haldnar í Moskvu  í 130 ár. Fyrra metið var 36,8°C sem var sett í júlí 1920.

Sumarið hefur verið eitt það hlýjasta í Evrópuhluta Rússlands síðan mælingar hófust.  Sú skuggahlið er á hitunum að fjöldi Rússa hefur látist af völdum svækjunnar og uppskera hefur eyðilagst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert