Vísbendingar um stríðsglæpi

Bandarískir hermenn standa við brennandi brynvarið ökutæki í Afganistan.
Bandarískir hermenn standa við brennandi brynvarið ökutæki í Afganistan. Reuters

Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, segir að svo virðist sem vísbendingar um stríðsglæpi í Afganistan sé að finna í skjölum frá Bandaríkjaher, sem birtar voru á vefsvæði Wikileaks í gærkvöldi.

Alls voru birtar um 91 þúsund herskýrslur á vefnum í gærkvöldi og þar er að finna upplýsingar um mun meira mannfall í röðum afganskra óbreyttra borgara en áður hefur komið fram.

Assange sagði á blaðamannafundi í morgun, að það væri undir dómstólum komið að meta hvort athæfi væri glæpsamlegt. „Að því sögðu... virðast vera vísbendingar um stríðsglæpi."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert