Pentagon leitar að heimildarmanni Wikileaks

Bandarískur hermaður tekur sér stöðu við minningarathöfn um fallinn félaga …
Bandarískur hermaður tekur sér stöðu við minningarathöfn um fallinn félaga í Afganistan. Reuters

Bandaríska varnarmálaráðuneytið, Pentagon, leitar nú að þeim sem lak rúmlega 90.000 leyniskjölum um stríðsreksturinn í Afganistan. Skjölin hafa verið birt á Wikileaks-vefnum.

Guardian, sem fékk skjölin á undan öðrum fjölmiðlum ásamt New York Times og Der Spiegel, segir að þar sé að finna 144 atvik sem varða dauðsföll saklausra borgara í Afganistan.

Þá er fjallað um hvar Osama Bin Laden sé að finna, þrátt fyrir að Bandaríkin hafi sagt að þau hafi ekki fengið haldbærar upplýsingar í mörg ár um felustað hans.

Hvíta húsið hefur sagt að skjölin, sem fjalla um athafnir fjölmargra hersveita í landinu frá 2004 til 2009, geti mögulega skaðað þjóðaröryggi Bandaríkjanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert