Tóku þungaða konu af lífi

Hermenn í Afganistan.
Hermenn í Afganistan. BOB STRONG

Talibanar í Afganistan hýddu þungaða konu opinberlega og tóku hana svo af lífi með því að skjóta hana þremur skotum í höfuðið, að sögn lögreglu þar í landi í dag.

Konunni, sem hét Bibi Sanubar og var 35 ára gömul, var haldið fanginni í þrjá daga áður en hún var tekin af lífi við opinber réttarhöld í gær. Það var Talibanaforingi í Qadis héraðinu sem framkvæmdi aftökuna á staðnum.

Talibanarnir ásökuðu konuna um að hafa átt í ólöglegu sambandi við einhvern, með þeim afleiðingum að hún varð þunguð. Fyrst var henni refsað með 200 vandarhöggum fyrir framan mannfjöldann, að sögn Ghulam Mohammad Sayeedi, lögreglustjóra í héraðinu.

Sayeedi segir að sá sem framkvæmdi aftökuna heiti Mohammad Yousuf. Að aftökunni lokinni hafi líkinu verið hent inn á svæði í eigu afganska ríkisins. Maðurinn sem að sögn hafði átti í hinu ólöglega sambandi við Sanubar var ekki dæmdur.

Aftakan er grimmileg áminning um valdatíma Talibana frá 1996 til 2001. Á þeim tíma var daglegt brauð að fólk væri grýtt til bana eða hýtt fyrir að hafa gerst sekt um kynlíf utan hjónabands eða annað það sem Talibanar telja hórdóm. Þá var einnig algengt að höggva hendur og fætur af þeim sem ásakaðir voru um þjófnað.

Talibanar neituðu því hins vegar í gær að þeirra menn bæru ábyrgð á dauða Bibi Sanubar. „Við höfum ekki gert neitt þessu líkt í Badghis eða nokkur öðru héraði,” segir Qari Yosuf Ahmadi, sem kallar fréttina áróður af hálfu útlendinga og afganskra stjórnvalda, sem njóta stuðnings Vesturlanda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert