Hitinn lagði marga að velli

Miklir hitar sem plagað hafa íbúa Moskvu í sumar eru taldir skýra mikla fjölgun dauðsfalla í borginni. Boris Revich, lýðfræðingur við Rússnesku vísindaakademíuna, segir að dauðsföllin hafi verið 5.480 fleiri nú í júlí en í júlí í fyrra. Hann skellir skuldinni á hitabylgjuna.

Yfirmaður heilbrigðismála í Moskvu sagði 9. ágúst sl. að dauðföll hafi þá verið tvöfalt fleiri en venjulega og um 700 manns dáið á degi hverjum. Hann rakti fjölgun dauðsfalla til hitabylgjunnar. 

Gríðarlegir hitar hafa verið í Moskvu frá því seint í júní sl. Hitinn hefur stigið allt upp undir 40°C. Loks dró úr hitabylgjunni í gær.

Auk þrúgandi hitans hefur kæfandi reykur frá gróðureldum legið eins og mara yfir borginni oft á tíðum. Að minnsta kosti 54 hafa farist í gróðureldunum. 

Um þriðjungur af kornuppskeru Rússa hefur eyðilagst í hitabreiskjunni og afleiðingar þess alvarlegar fyrir þjóðarhag.

Þrúgandi hitar og kæfandi reykur frá gróðureldum hafa gert Moskvubúum …
Þrúgandi hitar og kæfandi reykur frá gróðureldum hafa gert Moskvubúum erfitt fyrir í sumar. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert