Neyðarhjálp mun ekki renna til öfgahópa

Innanríkisráðherra Pakistan, Rehman Malik, segir að neyðarhjálp frá alþjóðasamfélaginu muni renna til fórnarlamba flóðanna ekki öfgahópa líkt og margir óttast. Malik segir í samtali við BBC að talibanar muni ekki fá tækifæri til þess að nýta sér ástandið í landinu til stuðnings samtökum sínum.

Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum hefur tæpur helmingur þess fjár sem safna á. Stefnt er að því að safna 460 milljónum Bandaríkjadala til stuðnings íbúa á flóðasvæðunum.

Sameinuðu þjóðirnar telja að allt að þrjár og hálf milljón barna eigi á hættu að verða sjúkdómum að bráð vegna flóðanna í Pakistan. Óttast er að þúsundir barna geti smitast af kóleru.

 Flóðin hafa haft áhrif á 20 milljónir manna og eyðilagt uppskeru, bæi og þorp og lamað samgöngur. Um 1.600 eru látnir og er talið líklegt að sú tala eigi enn eftir að hækka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert