Bretar undirbúa makrílstríð

Líney Sigurðardóttir

Bretar eru nú taldir vera að undirbúa nú nýtt fiskistríð við Íslendinga, ekki um þorsk að þessu sinni heldur makríl. Þetta segir í frétt á vef BBC.

Struan Stevenson, Evrópuþingmaður, hefur kallað eftir hafnbann á íslensk og færeysk skip vegna veiða þjóðanna á makríl. Makrílkvóti Íslendinga er 130.000 tonn en Færeyingar hafa þrefaldað sinn kvóta í ár. Deilan leiddi til þess að skoskir veiðimenn hindruðu færeyska sjómenn í að landa afla sínum í höfn Peterhead. Verðmæti aflans nam tæpum 75 milljónum króna.

Evrópusambandið hefur lýst yfir að það muni grípa til „allra nauðsynlegra ráða“ til að vernda hagsmuni sambandsríkja í fiskveiðimálum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert