Makríll hefur áhrif á aðild

Makrílveiðar Íslendinga og Færeyinga hafa valdið miklu uppnámi í Skotlandi.
Makrílveiðar Íslendinga og Færeyinga hafa valdið miklu uppnámi í Skotlandi.

Richard Lochhead, sjávarútvegráðherra Skotlands, segir að háttsettir fulltrúar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins (ESB) hafi fullvissað sig um að framganga Íslendinga við makrílveiðar verði hafðar í huga þegar tekin verði afstaða til aðildarumsóknar þeirra í ESB.

Þetta kemur fram á fréttavef Daily Telegraph í dag. Þá segir Lochhead að ákvörðun Færeyinga og Íslendinga um að auka veiðar á makríl muni skemma fyrir fiskveiðum Skota. Hann sakar þjóðirnar um að „ryksuga“ stofninn og ræna arðinum af verndunaraðgerðum fiskveiðistjórnunar ESB.

Sem kunnugt er gáfu Færeyingar út 85 þúsund tonna makrílkvóta og Íslendingar 130 þúsund tonna kvóta. Lochhead segir að með því auki Færeyingar hlutdeild sína í evrópska makrílaflanum úr 4% í 15% og að Íslendingar hafi skammtað fiskimönnum sínum 20% aflans.

Lochhead kvaðst hafa verið fullvissaður um að stækkunarstjóri ESB ætli að hafa stöðu makrílmálanna í huga í aðilarviðræðunum við ESB.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert