Earl veldur usla í Karíbahafi

Gervihnattamynd sýnir fellibylinn Earl. Hann stefnir í norðnorðvestur inn í …
Gervihnattamynd sýnir fellibylinn Earl. Hann stefnir í norðnorðvestur inn í Karíbahaf. HO

Fellibylurinn Earl nálgaðist Púerto Ríkó og Jómfrúreyjar í dag. Styrkur hans vex og varað var við að honum gæti fylgt stórsjór og skyndileg flóð. Earl er nú talinn vera 3. stigs fellibylur fyrr í dag. Vindhraðinn var þá orðinn allt að 54 m/s. 

Mörg hús voru rafmagnslaus á Frönsku eyjum eftir að óveðrið fór þar yfir. Búist er við að fellibylurinn sæki enn í sig veðrið næstu 48 klukkustundirnar. Hann stefnir í norðvestur í átt til Bandarísku og Bresku jómfrúreyja og fer um 24 km á klukkustund. 

Auga fellibylsins, eða miðja hans, fór yfir frönsku eyjarnar Saint Martin og Saint Barthelemy fyrr í morgun. Þar féllu tré og raflínur slitnuðu. Talið er að um 3.500 manns hafi verið án rafmagns og raforkufyrirtækið EDF ætlaði að senda viðgerðarmenn frá Martinique til að laga fallnar raflínur. Um 4.000 manns á Guadaloupe voru án rafmagns. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert