Stálu eggjum kvenna

Að minnsta kosti ein kvennanna sem sætti því að egg …
Að minnsta kosti ein kvennanna sem sætti því að egg hennar voru fjarlægð var seld í vændi mbl.is/Ásdís

Gríska lögreglan hefur handtekið fimm manns grunaða um að hafa notfært sér erlendar konur í þeim tilgangi að fjarlægja egg þeirra án samþykkis þeirra og nýta sér í fjárhagslegum tilgangi (e. ovary egg harvesting).

Meðal hinna handteknu er grískur læknir sem var handtekinn var á heilsugæslustöð þegar hann var í þann veginn að sækja egg  23 ára rúmenskrar konu. Tveir búlgarskir karlmenn og tvær rúmenskar konur voru einnig handekin en starfsemi fólksins er talin eiga sér rætur í Búlgaríu. Búlgörsk yfirvöld aðstoðuðu við handtökurnar.

Ein kvennanna sem hópurinn notfærði sér var flutt til Grikklands undir því yfirskini að hún fengi vinnu en var síðar seld í vændi. Áður voru átta egg hennar fjarlægð gegn vilja hennar.

Að minnsta kosti sex aðrar konur hafa orðið fórnarlömb fólksins. Ljóst þykir að komi til sakfellingar muni fólkið fá þunga dóma.

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert