Hafnar Svíþjóðardemókrötunum

Sænskir hægrimenn fagna á kosningavöku í kvöld. Flokkurinn jók fylgi …
Sænskir hægrimenn fagna á kosningavöku í kvöld. Flokkurinn jók fylgi sitt um nærri 4% og er með 30% fylgi. Reuters

Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði á kosningavöku Hægriflokksins í kvöld, að hann myndi ekki leita eftir samvinnu við Svíþjóðardemókrötunum heldur leita til Umhverfisflokksins til að styrkja grundvöll ríkisstjórnarinnar. 

Reinfeldt vildi ekki í viðtali við sænska ríkissjónvarpið svara hvort til greina kæmi að bjóða Umhverfisflokknum aðild að ríkisstjórninni. Reinfeldt sagði í viðtalinu, að hann gæti hugsað sér að eiga samstarf við Jafnaðarmannaflokkinn í ákveðnum málum. 

Flokkabandalag Reinfeldts náði ekki meirihluta á sænska þinginu í þingkosningum í Svíþjóð í dag og því kann hann að þurfa að semja við aðra flokka. Samkvæmt síðustu tölum, þegar búið var að telja flest atkvæði nema utankjörstaðaratkvæði, fá stjórnarflokkarnir 172 þingmenn af 349 á sænska þinginu, vinstriflokkarnir fá 157 þingsæti og Svíþjóðardemókratarnir 20.

Hægriflokkurinn vann sigur í kosningunum og fékk 30% fylgi, jók fylgið um nærri 4 prósentur. Reinfeldt sagði, að þetta væru bestu úrslit, sem flokkurinn hefði fengið. „Við höfum fengið breiðan stuðning í dag," sagði hann.

Fredrik Reinfeldt.
Fredrik Reinfeldt. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert