Pachauri víki

Rajendra Pachauri, formaður IPCC.
Rajendra Pachauri, formaður IPCC. Kristinn Ingvarsson

„Ég er hræddur um að Dr. Pachauri ætti að segja af sér. Hann hefur glatað trúverðugleika, einkum vegna fullyrðinga hans um bráðnun jökla í Himalajah-fjallgarðinum á næstu 30 árum,“ sagði Tim Yeo, formaður orku- og loftslagsnefndar neðri málstofu breska þingsins, um formann loftslagsnefndar SÞ.

Fjallað er um erfiða stöðu Pachauri á vef Daily Telegraph en þar segir að með Yeo hafi fjölgað í liði þeirra sem vilji sjá á bak formanni nefndarinnar.

„Það er brýnt að þessi stofnun sé undir forystu manns sem er óumdeildur sem fræðimaður og menntamaður. Ég er hræddur um að slík lýsing eigi ekki lengur við hann,“ sagði Yeo og átti við formanninn.

Þá hefur blaðið eftir BBC að Sir Brian Hoskins, þekktur sérfræðingur í loftslagsmálum í Bretlandi, sé meðal þeirra sem telji að Pachauri eigi engan annan valkost en að víka sæti.

Jafnframt hafi Grænfriðungar sent frá sér yfirlýsingu í febrúar þar sem sagði að með afsögn sinni myndi Pachauri greiða fyrir nýjum formanni sem aftur myndi verða mikilvægur liður í að endurreisa traust á IPCC. 

Gæti reynst áhyggjuefni fyrir forseta Íslands

Veik staða Pachauris gæti reynst áhyggjuefni fyrir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, og loftslagsstefnu hans.

Forsetinn hefur allt frá þátttöku sinni í alþjóðlegri þingmannanefnd (PGA) á níunda áratugnum lagt áherslu á góð tengsl við indversku stjórnarelítuna. Þessi tengsl eiga þátt í nánu samstarfi forsetans og Pachauri í loftslagsmálum og eiga sinn þátt í að Himalajah-hneykslið svonefnda, óvísindalegar fullyrðingar um bráðnun jökla, átti snertiflöt við Ísland.

Mér hér einnig nefna Indverjann Rattan Lal, sérfræðing á sviði samspils landkosta og loftslagsbreytinga, sem launaði forsetanum heimboð og áherslu á samstarf Íslands og Indlands í umhverfismálum með heiðurdoktorsnafnsbót við ríkishákólann í Ohio undir lok síðasta árs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert