Endalok „don't ask, don't tell“?

Margeret Witt var hjúkrunarkona hjá bandaríska flughernum.
Margeret Witt var hjúkrunarkona hjá bandaríska flughernum. AP

Hjúkrunarkonu í bandaríska hernum, sem var rekin fyrir að vera samkynhneigð, er frjálst að snúa aftur í herinn. Alríkisdómari í Bandaríkjunum komst að þessari niðurstöðu í gær með þeim orðum að brottrekstur hennar hafi stangast á við ákvæði stjórnarskrárinnar.

Hjúkrunarkonan Margaret Witt var rekin úr flughernum samkvæmt stefnu bandaríska hersins sem segir að samkynhneigðir megi gegna herþjónustu svo lengi sem þeir fari leynt með kynhneigð sína. Hefur sú stefna verið nefnd „don't ask, don't tell“.

Dómarinn í málinu komst að þeirri niðurstöðu að það að beita fyrir sig stefnunni til að víkja Witt úr starfi samræmdist ekki hagsmunum stjórnvalda um að hafa sterkan og samheldan her. 

Þá sagði í dómnum að réttindi Witts samkvæmt fimmta ákvæði bandarísku stjórnarskrárinnar hafi verið brotin og skildi því setja hana aftur í sína fyrri stöðu eins fljótt og auðið væri.

Sagði dómarinn eftir að hafa kveðið upp úrskurð sinn að hann vonaðist til þess að Witt sæktist eftir því að vera ráðin aftur. Lýsti hún því síðar yfir að það myndi hún hiklaust gera og yrði hún þá fyrsta manneskjan til þess að snúa aftur í herinn eftir að „don't ask, don't tell“ stefnan var tekin upp árið 1993.

Fyrir tveimur vikum komst annar alríkisdómari í Kaliforníuríki að þeirra niðurstöðu að stefnan samræmdist ekki bandarísku stjórnarskránni þar sem hún bryti gegn fyrsta og fimmta ákvæði hennar og kæmi niður á starfi hersins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert