Tugir þúsunda stúlkna seldar í vændi

Ungar stúlkur eru seldar mansali frá Nígeríu víðsvegar um heiminn
Ungar stúlkur eru seldar mansali frá Nígeríu víðsvegar um heiminn Reuters

Tugir þúsunda stúlkna frá Nígeríu hafa verið þvingaðar í vændi í nágrannaríkinu Mali, samkvæmt upplýsingum frá stofnum sem rannsakar mansal í landinu. Að sögn Simon Egede, yfirmanns stofnunarinnar, eru stúlkunar 20-40 þúsund talsins.

Mannréttindasamtök hafa ítrekað bent á að stúlkur í Nígeríu séu seldar mansali til annarra Afríkuríkja og Evrópu þar sem þær eru þvingaðar í vændi. Oft eru þær tældar með loforðum um vel launuð störf í viðkomandi lödnum.

Að sögn Egede er stúlkum frá Nígeríu haldið í þrælabúðum víða í Afríku og algengt er að vændishúsin séu rekin af Nígeríubúum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert