Verkföll og mótmæli víða

Þúsundir taka þátt í mótmælum í Brussel í dag þar sem niðurskurði stjórnvalda í mörgum ríkjum Evrópu er mótmælt. Mótmælendurnar koma víða að en um er að ræða samstarfsverkefni verkalýðsfélaga í ríkjum ESB. Á Spáni hafa brotist út óeirðir í dag en athafnalíf landsins er lamað vegna verkfalla.

Jafnframt hafa mótmælendur komið saman í Grikklandi, Ítalíu, Írlandi og Lettlandi.  

Á Spáni lenti verkfallsvörðum og lögreglu saman og slösuðust tuttugu hið minnsta. Þar af einn alvarlega.  Þrjátíu voru handteknir af lögreglu á Spáni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert