Björgunin frestast um 2 tíma

Austurrískir námusérfræðingar binda um síðustu hnútana áður en björgunaraðgerðir geta …
Austurrískir námusérfræðingar binda um síðustu hnútana áður en björgunaraðgerðir geta hafist. HO

Björgunaraðgerðir í Chile munu frestast um tvær klukkustundir að sögn námumálaráðherra Chile, Laurence Golbourne, sem ávarpaði fjölskyldur og fjölmiðla utan við námuna nú fyrir stundu. Hafist verður handa við að bjarga fyrsta námumanninum um kl.1 eftir miðnætti að íslenskum tíma, eða um 22 að staðartíma.

Golbourne sagði að enn ætti eftir að koma í gagnið samskiptakerfi sérsmíðaða hólksins, sem notaður verður til að hífa mennina upp og sannreyna öryggi hans. Hólkurinn, sem nefnist Fönix, vegur um 250 kg og er vel tækjum búinn, þar á meðal súrefnistönkum og súrefnisgrímu og myndavél sem vísar að þeim sem innanborðs er. Hægt er að losa botn hans til að láta menn síga aftur niður í námuna, ef ske kynni að hólkurinn festist í göngunum.

Unnt er að fylgjast með björgunaraðgerðum í beinni útsendingu á vef breska dagblaðsins The Guardian. Yfir 3.000 manns hafa að jafnaði fylgst með undirbúningi björgunarinnar þar í kvöld. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert