Leynilegar áætlanir Kanadamanna

Forsætisráðherra Kanada, Stephen Harper þarf væntanlega að útskýra málið nánar …
Forsætisráðherra Kanada, Stephen Harper þarf væntanlega að útskýra málið nánar fyrir heiminum á næstu dögum. Reuters

Kanadísk stjórnvöld lögðu á ráðin um að handsama þúsundir fylgjenda kommúnista þegar seinni heimsstyrjöldin stóð sem hæst. Þessu greindu kanadískir fjölmiðlar frá í dag.

Þessar leynilegu hernaðaráætlanirnar hlutu nafnið PROFUNC og áttu þær að gera lögreglunni auðvelt um vik að ljóstra upp um tengsl landsmanna við kommúnista, ef einhver voru. Hún hefði til að mynda fengið leyfi til að skjóta hvern þann sem reyndi að forðast yfirheyrslur.

Stjórnvöld höfðu undir höndum lista sem innihélt nöfn 16 þúsund Kanadabúa sem grunaðir voru um að vera kommúnistar. Þá voru að auki 50 þúsund manns grunaðir um að tengjast kommúnisma á einn eða annan hátt. Listinn innihélt einnig lýsingar á hverjum og einum, myndir og jafnvel upplýsingar um hugsanlegar flóttaleiðir í íbúðarhúsum þeirra.

Sjónvarpsstöðin CBC mun fjalla ítarlega um málið annað kvöld í þættinum „The Fifth Estate“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert