Heimsþekktir öldungar vilja frið í Miðausturlöndum

Öldungarnir segja Miðausturlandabúa þreytta á eintómum viðræðum.
Öldungarnir segja Miðausturlandabúa þreytta á eintómum viðræðum. Reuters

Samtök fyrrverandi þjóðarleiðtoga, sem nefna sig Öldungana, hvöttu í dag eftir því að „aukinn kraftur“ verði settur í að koma á friði í Mið-Austurlöndum. Öldungarnir segja helstu veldi heims einblína á ágreiningsstjórnun frekar en úrlausnir. Meða Öldunganna eru Jimmy Carter, Mary Robinson, Gro Harlem Brundtland, Kofi Annan og Nelson Mandela.

Í yfirlýsingu sem flokkurinn sendi frá Damascus, eftir viðræður við menn á Gasasvæðinu, í Egyptalandi og Sýrlandi, segir að brýn nauðsyn sé á að sætta deilur stríðandi fylkinga Palestínumanna og binda enda á alþjóðlegt samskiptaleysi við íslömsku andspyrnuhreyfinguna Hamas.

Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, segir aukinnar svartsýni nú gæta í Arabaheiminum um að friðarviðræður Ísraela og Palestínumanna verði hafnar að nýju, en þær fóru út um þúfur er Ísraelsmenn neituðu að endurnýja hömlur á byggingarframkvæmdum landtökumanna gyðinga á Vesturbakkanum. 

„Fólk er þreytt eftir næstum tveggja áratuga viðræður,“ sagði Mary Robinsons, fyrrverandi forseti Írlands. Hún sagði fólkið spyrja sig hvort Bandaríkin og „Kvartettinn“ hafi meiri áhuga á ágreiningsstjórnun en að leysa málin, og vísaði þar til Evrópusambandsins, Rússlands og Sameinuðu þjóðanna, sem ásamt Bandaríkjunum leiða tilraunir til að endurvekja friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. „Sem öldungar trúum við því að friður geti náðst á milli þessara tveggja ríkja, en til þess þarf kraftmeiri og víðfeðmri nálgun.“  

Lakhdar Brahimi, utanríkisráðherra Alsír, segir nauðsynlegt að rætt verði við Hamas-samtökin í friðarferlinu, en þau eru skilgreind sem hryðjuverkasamtök af bæði Evrópusambandinu og Bandaríkjunum.

Friðarviðræður Hamas-samtakanna og Fatah-hreyfingarinnar, ásamt forseta Palestínu, Mahmud Abbas, áttu að hefjast á morgun en þeim hefur verið frestað. Öldungarnir hafa áhyggjur af því að Fatah og Hamas þræti nú um lítilvæg mál, og staðsetningu viðræðnanna, í stað þess að ræða þau mál sem þurfi að leysa. Brahimi sagði friðarviðræður Palestínumanna og Ísraela ekki haggast þar til Hamas og Fatah ráða úr sínum ágreiningsmálum.

Hér má nálgast vefsíðu Öldunganna

Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna.
Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert