Brenna sjö tonn af fíkniefnum

Yfirvöld í Panama hafa lagt hald á nærri sjö tonn af fíkniefnum, mestmegnis kókaín. Haugurinn var brenndur í útjaðri höfuðborgarinnar og segir lögregla að efnin séu brennd í þágu almannahagsmuna.

Þetta er í fjórða skiptið á tveimur mánuðum sem yfirvöld leggja hald á álíka magn fíkniefna.

Af tonnunum sjö eru 6,9 tonn kókaín, 25 kíló af maríjúana og sex kíló af heróíni. Hér má sjá yfirvöld brenna fíkniefnin í útjaðri Panama-borgar og leggur af því súran svartan reyk.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert