Fjöldi manns féllu í árás á kirkjuna

Mikið mannfall varð þegar ráðist var gegn mannræningjunum.
Mikið mannfall varð þegar ráðist var gegn mannræningjunum. Reuters

Að minnsta kosti 37 eru sagðir hafa látist þegar hermenn réðust inn í kaþólska kirkju í Baghdad í Írak í dag til að frelsa gísla sem mannræningjar tóku höndum.

Á vef BBC segir að 25 gíslar séu meðal þeirra sem féllu og sjö úr öryggislögreglu Íraks og fimm hermenn. Talið er að um 100 manns hafi verið í kirkjunni við messu þegar mannræningjarnir réðust inn í hana.

Mannræningjarnir kröfðust þess að liðsmenn al-Qaeda yrðu leystir úr haldi. Þeir eru sagðir hafa verið útlendingar af arabískum uppruna.

Mannræningjarnir réðust upphaflega inn í kauphöllina í Baghdad, en fóru síðan inn í kaþólsku kirkjuna og tóku þar kirkjugesti í gíslingu.

Um 1,5 milljónir kristnir búa í Írak.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert