Mótmæltu hvalveiðum

Hvalveiðum var mótmælt í Nýja-Sjálandi í morgun.
Hvalveiðum var mótmælt í Nýja-Sjálandi í morgun. Reuters

Andstæðingar hvalveiða efndu til mótmælagöngu í Wellington í Nýja-Sjálandi í dag. Tilefnið var alþjóðlegur dagur gegn hvalveiðum. Fréttavefurinn Newstalk greinir frá því um 50 manns hafi mætt til að mótmæla en hvatt var til mótmælanna á samskiptasíðum.

Í fréttinni segir enn fremur að mótmælendurnir hafi marsérað framhjá sendiráðum Japans, Íslands og Noregs áður en þeir luku göngunni við þinghúsið. Eitthvað er þetta málum blandið því samkvæmt vef utanríkisráðuneytisins annast sendiráð Íslands í Peking í Kína sendiráðsstörf gagnvart Nýja-Sjálandi. Þar eru einnig tilgreindir ræðismenn Íslands í borgunum Auckland og Nelson.

Mótmælandinn Pete Bethune, sem fyrr á þessu  ári sat mánuðum saman í japönsku fangelsi eftir að hann fór um borð í japanskt hvalveiðiskip, sagði að stjórnvöld í Nýja-Sjálandi yrðu að gera meira til að stöðva hvalveiðar. 

Bethune fór í japanska sendiráðið og afhenti þar bænaskjal, þrátt fyrir að honum sé meinað að stíga á japanska grund. Heimsókn hans í sendiráðið var þó án eftirmála.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert