Zapatero áminnti páfa

Jose Luis Rodrigo Zapatero forsætisráðherra Spánar.
Jose Luis Rodrigo Zapatero forsætisráðherra Spánar. Reuters

Forsætisráðherra Spánar, Jose Luis Rodrigo Zapatero, minnti Benedikt XVI páfa á að Spánn væri veraldlegt ríki þar sem ríki og trúfélög séu aðskilin, eftir að páfinn sagðist standa vörð um gildi kirkjunnar andspænis endurbótunum í stjórnartíð hans. Zapatero hefur meðal annars greitt götu hjónaskilnaða, fóstureyðinga og hjónabands samkynhneigðra.

Páfinn varði helginni á Spáni þar sem hann predikaði um heilaglíka lífs allt frá getnaði og um að fjölskyldan grundvallaðist á ást milli karls og konu. Hjónabandi samkynhneigðra var hinsvegar tekið fagnandi á Spáni og á fyrstu fimm árunum síðan það var innleitt hafa orðið 20.000 pör vígst til hjónabands. Margir fögnuðu skilaboðum páfa, en aðrir gagnrýna þau harðlega.

Í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu segir að Zapatero hafi átt fund með Benedikt á flugvellinum í Barcelona stuttu áður en hann hélt til Rómar. Sagði hann að samskipti Spánar og Vatikansins væru góð, en "ítrekaði að þau væru byggð á stjórnarskránni, þar sem skýrt væri kveðið á um að Spánn sé veraldlegt ríki sem viðurkenni áhrifamátt Kaþólsku kirkjunnar á Spáni en tryggi jafnframt frelsi fyrir alla," að því er segir í yfirlýsingunni.

Í leiðara dagblaðsins El País segir í dag að páfinn hafi með heimsókn sinni haft "einstakt tækifæri til að tengja saman trú, rökhyggju og menningu" en hann hafi ekki nýtt sér þetta tækifæri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert