Hegnt fyrir að vara foreldra við

Kínverjinn Zhao Lianhai hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa sett upp vefsíðu til að vara fólk við sjúkdómum af völdum melamínmengaðrar mjólkur sem var sett á markað í Kína. Að minnsta kosti sex ungbörn dóu og um 300 þúsund veiktust vegna mjólkurblöndunnar.

Fimm ára sonur Zhaos er á meðal barnanna sem veiktust. Þúsundir foreldra skoðuðu síðuna sem Zhao stofnaði til að fræða fólk um eitrunina, m.a. hvetja foreldra til að fara með börn sín til læknis ef þeir yrðu varir við einkenni hennar. Zhao var ákærður í mars fyrir að hafa „valdið óróa“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert