Björgun námamanna tefst enn

Námamenn standa við mynni námunnar.
Námamenn standa við mynni námunnar. REUTERS TV

Ótti við frekari sprengingar tefur aðgerðir til að bjarga 29 námamönnum sem lokuðust inni í námu á Nýja-Sjálandi. Eldfimt gas safnast fyrir í námunni. Ekki hefur náðst samband við námamennina sem lokuðust inni í Pike River námunni í gær. 

Námamennirnir lokuðust inni þegar gassprenging varð í námagöngunum.

Eigendur námunnar halda enn í vonina um að mennirnir séu á lífi. Framkvæmdastjóri námunnar sagði að fersku lofti sé dælt inn í hana og það sé mögulegt að námmennirnir hafi komist á öruggan stað. 

Loftræstikerfið virkaði ekki í námunni en hún er á afskekktum stað um 50 km norður af borginni Greymouth á suðureyjunni.

Björgunarlið bíður átekta við munna námunnar og er tilbúið að fara inn í námuna um leið og leyfi gefst. Lögreglustjórinn á staðnum stjórnar björgunaraðgerðum. Hann segist ekki ætla að hætta lífi björgunarmanna fyrr en tryggt er að aðstæður séu öruggar.

Lágskýjað er á staðnum og hefur það komið í veg fyrir að hægt sé að flytja búnað frá Ástralíu með þyrlum. Með honum er hægt að mæla gasmagnið í loftinu sem streymir út úr námunni. Yngsti námamaðurinn sem er innilokaður er 17 ára gamall og sá elsti 62 ára.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert