Ísbjörnum í Alaska skilgreint „nauðsynlegt búsvæði"

Ísbjörn og tveir húnar sjást hér á svæðinu við Beaufort …
Ísbjörn og tveir húnar sjást hér á svæðinu við Beaufort haf í Alaska. HO

Bandarísk yfirvöld hafa nú afmarkað sérstakt svæði í Alaska sem skilgreint er sem „nauðsynlegt búsvæði" fyrir hvítabirni sem hafast við á ört minnkandi ísbreiðum ríkisins. Svæðið, sem er tvisvar sinnum stærra en Bretland, hefur verið eyrnamerkt í þeirri von að draga úr hættunni á útrýmingu tegundarinnar, að sögn US Fish and Wildlife service.

Innan landamarkanna eru meðal annars svæði þar sem olíufyrirtæki hafa lýst yfir áhuga á því að fá að bora.  Umhverfisverndarsinnar vonast til þess að afmörkun svæðisins muni gera fyrirtækjunum það erfiðara fyrir að fá framkvæmdaleyfi þar.

Öll hugsanleg starfsemi á svæðinu, sem er um 500 ferkílómetrar, þarf nú fyrst að fara í gegnum umhverfismat þar sem könnuð eru áhrif framkvæmdanna á ísbjarnarstofninn. Stærsti hluti svæðisins er ísbreiður á hafi úti, þar á meðal á Chukchi og Beaufort hafi, þar sem olíufyrirtækið Shell vill fá að hefja boranir.    

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert