Hætta umskurði kvenna

Frá mótmælum í Senegal árið 2005 gegn umskurði kvenna.
Frá mótmælum í Senegal árið 2005 gegn umskurði kvenna. Reuters

Sjö hundruð þorp í Kolda-héraði Senegals lýstu í dag yfir að hætt yrði að umskera stúlkur og neyða þær í hjónaband á unga aldri í kjölfar mótmæla gegn þeim venjum. Umskurður kvenna er mjög algengur í héraðinu og gangast nær allar stúlkur undir slíka aðgerð.

Um þrjú þúsund íbúar héraðsins mótmæltu í morgun umskurði kvenna áður en samþykkt var yfirlýsing að honum yrði hætt ásamt nauðungarhjónaböndum ungra stúlkna.

Stjórnvöld í landinu hafa með aðstoð óháðra samtaka unnið mikið starf til þess að reyna að koma í veg fyrir kynfærum kvenna sér misþyrmt á þennan hátt af menningarlegum eða trúarlegum ástæðum.

Um 4.500 bæir hafa þegar lýst yfir að því verði hætt en umskurður þrífst þó ennþá þrátt fyrir að hann hafi verið bannaður í landinu í áratug. Í Kolda er um 98% kvenna umskorinn og neyddar ungar í hjónaband.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Stimplar
...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
L edda 6017101719 iii
Félagsstarf
? EDDA 6017101719 III Mynd af auglýsi...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...