Sea Shepherd og Godzilla

Náttúruverndarsamtökin Sea Shepherd sýndu í gær nýjan bát, sem þau ætla að nota til að reyna að hindra hvalveiðar Japana í Suðurhöfum. Á síðustu vertíð sökk þríbytnan Ady Gil eftir árekstur við hvalveiðiskip. Nýi báturinn nefnist Gojira sem er japanska nafnið á skrímslinu Godzilla sem oft hefur sést á hvíta tjaldinu. 

Talsmenn Sea Shepherd segja ljóst, að væntanleg vertíð í Suðurhöfum verði styttri en áður og það sé að þakka aðgerðum samtakanna gegn hvalveiðiskipunum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert