Flugvél nauðlenti í Moskvu

Tveir létu lífið og tugir slösuðust þegar farþegaþota nauðlenti á Domodedovo flugvelli í Moskvu eftir að drapst á þremur af fjórum hreyflum hennar. Flugvélin rann út af flugbrautinni eftir lendinguna.

Talsmaður rannsóknarnefndar flugslysa í Moskvu staðfesti við Interfax fréttastofuna að fólk hefði látið lífið og slasast. 

Flugvélin er af gerðinni Tu-154. Líklegt er að hún hafi verið í innanlandsflugi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert