Assange handtekinn

Julian Assange.
Julian Assange. Reuters

Lögregla í Bretlandi hefur handtekið Julian Assange, aðalritstjóra uppljóstrunarvefjarins WikiLeaks. Ástæðan er handtökuskipun, sem sænska lögreglan hefur gefið út vegna gruns um að Assange hafi framið kynferðisbrot gegn tveimur konum. 

Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins, að Assange hafi verið handtekinn í Lundúnum. Vitnað er í tilkynningu frá Lundúnalögreglunni Scotland Yard þar sem segir að Assange hafi komið á lögreglustöð í borginni klukkan 9:30 í kjölfar þess að lögregla hafði samband við lögmann hans í gærkvöldi og lét hann vita að gild alþjóðleg handtökuskipun hefði verið gefin út.

Assange á að koma fyrir dómara síðar í dag.  Hann hefur ítrekað neitað því að hafa brotið af sér í Svíþjóð. Mark Stephens, lögmaður Assange, hefur gagnrýnt sænska ríkissaksóknaraembættið og segir, að Assange hafi frá því í ágúst boðist til þess að eiga fund með saksóknurum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

LOFTASTIGAR - PASSA Í LÍTIL OG STÓR OP
Tvískiptir eða þrískiptir fyrir allt að 300 cm hæð Mex ehf á Facebook > Mex byg...
OZONE lofthreinsun tæki til leigu.
Rekur þú hótel/gistihús,þetta tæki eyðir allri ólykt m.a. af raka-myglu-og reyk....
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
 
Verkefnisstjóri
Stjórnunarstörf
Verkefnisstjóri Stjór...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður óskast! Vélavörð vantar á ...