Harka í mótmælum í Róm

 Að minnsta kosti 90 manns slösuðust í mótmælum sem brutust út í miðborg Rómar í dag, þar af um 50 lögreglumenn. Margir hafa verið handteknir og um 22 mótmælendur voru lagðir inn á sjúkrahús. Mótmælin hófust í kjölfar þess að Silvio Berlusconi stóð af sér vantrausttillögu í neðri deild ítalska þingsins. Hann hafði þegar borið sigurorð af andstæðingum sínum í efri deild.

 Kveikt var í lögreglubifreiðum og málningu og hvellhettum var kastað að neðri deild ítalska þingsins. Lögregla beitti táragasi og kylfum en mótmælendur köstuðu glerflöskum og grjóti. Sumir voru með skíðahjálma og sveifluðu járnstöngum. Í einu tilviki náðu mótmælendur að ryðja lögreglumanni um koll og dró hann þá upp skammbyssu, sér til varnar. Honum var fljótlega kippt aftur fyrir varnarlínu lögreglu og beitti hann vopninu ekki. 

Átökin áttu sér stað í miðborg Rómar, þar sem fjöldi ferðamanna er vanalega á ferðinni. Mikil spenna ríkti t.a.m. við Spænsku þrepin, einn þekktasta ferðamannastað Rómar. Þar var kveikt í lögreglubifreið og nokkrum bílum til viðbótar. 

Átökin stigmögnuðust í kjölfar fregna af því að Berlusconi hafði staðist vantrausttillöguna.

„Ég skammast mín mikið fyrir að vera Ítali. Dagurinn markar endalok ítalsks lýðræðis,“ sagði Marianna Martellozzo, 24 ára háskólanemi við AFP-fréttastofuna.

 Borgarstjórinn í Róm, hinn hægrisinnaði Gianni Alemanna, sagði að slíkt ofbeldi hefði ekki sést á götum Rómar frá því á áttunda áratugnum þegar mikil upplausn ríkti í ítölskum stjórnmálum. Mótmælin væru ástæðulaus og skammarleg.

Víða mótmælt 

Þegar til átaka kom milli mótmælenda og lögreglu var friðsamlegri mótmælagöngu sem beint var gegn Berlusconi nýlokið í Róm. Í henni voru m.a. háskólanemar, atvinnulausir og óánægðir íbúar borgarinnar L'Aguila sem varð illa út í jarðskjálftum fyrir nokkru. Skipuleggjendur göngunnar töldu að um 100.000 hefðu tekið þátt í mótmælunum.

Þúsundir tóku þátt í mótmælum víðs vegar um Ítalíu, þ. á m. í Mílanó þar sem mótmælendur brutu sér leið inn í kauphöllina. Einnig var mótmælt í Bari, Cagliari, Genóa, Napólí og Turin.

Reuters
Reuters
Reuters
Reuters
Reuters
Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Eldhúsborð og stólar
Glæsilegt eldhúsborð og 4 leðurstólar. Tilboð óskast. Upplýsingar saeberg1...
HÚSAVIÐHALD
Viðgerðir og viðhald fasteigna er okkar fag. Húsaklæðning ehf. hefur í áratugi ...
www.skutla.com sendibílar 867-1234
Rafknúin tröpputrilla fyrir ísskàpinn, þvottavélina, þurrkarann o.fl. Skutl, vör...
Hornborð til sölu
Eikar borð til sölu ,stærð 65x65 cm. hæð,45 cm. Er í Kópavogi aðeins 3,000,- kr...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Dagurinn byrjar á opinni v...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...