Assange látinn laus gegn tryggingu

Julian Assange. stofnandi uppljóstrunarvefjarins WikiLeaks, var í dag látinn laus gegn tryggingu úr fangelsi í Lundunum en þar hefur hann setið í varðhaldi í rúma viku.

Assange var handtekinn í Lundúnum 7. desember að kröfu Svía, sem vilja yfirheyra hann vegna kæru á hendur honum fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum. Assange neitar sök en krefst þess einnig, að ekki verði orðið við kröfu Svía um að hann verði framseldur til Svíþjóðar.

Dómari féllst í byrjun vikunnar á að Assange verði sleppt gegn 240 þúsund punda tryggingu þar til framsalsmál hans kemur til kasta dómstóla í janúar en saksóknarar vildu að hann yrði áfram í gæsluvarðhaldi. Þeirri kröfu hafnaði dómari í Lundúnum í dag.

Assange hefur sagt, að ásakanirnar á hendur honum í Svíþjóð eigi sér pólitískar rætur og þeim sé ætlað að draga athyglina frá því efni, sem WikiLeaks hefur birt að undanförnu.

Assange er sakaður um, að hafa haft óvarin kynmök við konu þótt hún hafi krafist þess að hann notaði smokk. Hann er einnig sakaður um að  hafa haft óvarin kynmök við aðra konu á meðan hún svaf.

Julian Assange fluttur í Wandsworth fangelsið í Lundúnum í síðustu ...
Julian Assange fluttur í Wandsworth fangelsið í Lundúnum í síðustu viku. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
Yamaha Virago
Til sölu Yamaha virago 700 árg 85 í ágætu standi. verð kr.390 þús. Uppl. s. 892...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...