Baðst afsökunar á ummælum um homma

Sepp Blatter á fréttamannafundinum.
Sepp Blatter á fréttamannafundinum. Reuters

Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í vikunni um að hommar yrðu að halda sig frá kynlífi ef þeir ætluðu að fara á heimsmeistaramótið í Qatar árið 2022. Samkynhneigð  er ólögleg í Qatar.

„Það var ekki ætlun mín og verður aldrei, að taka þátt í neinskonar mismunun,“ sagði Blatter. „Ef einhver finnst á sér brotið þá harma ég það og biðst afsökunar.“

Blatter var fyrr í vikunni spurður hvort það væri eðlilegt að velja Qatar til að halda heimsmeistarakeppnina í fótbolta í ljósi þess að samkynhneigð væri ólögleg í landinu.

„Ég tel að þeir [samkynhneigðir] verði að reyna að hemja kynhvöt sína“ ef þeir ætla að fara á heimsmeistaramótið árið 2022 sagði Blatter og hló. Hann bætti svo við alvarlegur í bragði að hann teldi að ekki yrðu nein vandamál vegna þessa.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Til að ferðast með nuddbekkinn
Til að ferðast með nuddbekkinn www.egat.is verð 8900 kr. sími 8626194...
Hljóðbók og vasapésar
Lagerhreinsun - hentug viðbót í jólapakkann Síðustu eintökin af Vasapésunum á s...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, nem...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. K...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...