Baðst afsökunar á ummælum um homma

Sepp Blatter á fréttamannafundinum.
Sepp Blatter á fréttamannafundinum. Reuters

Sepp Blatter, forseti FIFA, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í vikunni um að hommar yrðu að halda sig frá kynlífi ef þeir ætluðu að fara á heimsmeistaramótið í Qatar árið 2022. Samkynhneigð  er ólögleg í Qatar.

„Það var ekki ætlun mín og verður aldrei, að taka þátt í neinskonar mismunun,“ sagði Blatter. „Ef einhver finnst á sér brotið þá harma ég það og biðst afsökunar.“

Blatter var fyrr í vikunni spurður hvort það væri eðlilegt að velja Qatar til að halda heimsmeistarakeppnina í fótbolta í ljósi þess að samkynhneigð væri ólögleg í landinu.

„Ég tel að þeir [samkynhneigðir] verði að reyna að hemja kynhvöt sína“ ef þeir ætla að fara á heimsmeistaramótið árið 2022 sagði Blatter og hló. Hann bætti svo við alvarlegur í bragði að hann teldi að ekki yrðu nein vandamál vegna þessa.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Tölvuviðgerðir
UPPSETNING Á STÝRIKERFI Þjónustan felur í sér: Harður diskur er formataður...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Félagsstarfið er með opið í s...