Í lífstíðarfangelsi fyrir mannréttindabrot

Jorge Rafael Videla hlaut þungan dóm í dag.
Jorge Rafael Videla hlaut þungan dóm í dag.

Jorge Rafael Videla, fyrrverandi forseti Argentínu, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir glæpi gegn mannkyni, m.a. fyrir að myrða andófsmenn.

Videla var forseti Argentínu á árunum 1976 til 1981. Hann steypti ríkisstjórn Isabellu Peron af stóli 1976. Í stjórnartíð hans voru framin margvísleg mannréttindabrot, s.s. pyntingar og morð á pólitískum andstæðingum. Fjöldi fólks hvarf á þessum tíma og er ekki enn vitað um örlög margra. Þá voru mörg dæmi um að börn væru tekin frá mæðrum sínum og send í gæslu hjá ókunnugum.

Videla er 85 ára gamall. Hann er einn 30 manna sem ákærðir voru vegna mannréttindabrota sem framin voru á þessu árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert