Sænskar járnbrautir víða stopp

Stokkhólmur.
Stokkhólmur.

Öngþveiti hefur ríkt í lestarsamgöngum í Svíþjóð í dag vegna fannfergis og rafmagnstruflana. Járnbrautalestir eru stopp víða um landið og margir farþegar sem komast ekki leiðar sinnar. Fréttavefur Aftonbladet segir að á mörgum stöðum í landinu liggi lestarsamgöngur alveg niðri.

Þannig fara lestir hvorki til eða frá Malmö. Rafmagnsleysi olli því að engin umferð var til Malmö eða Gautaborgar í einn og hálfan tíma í morgun. Tekið var að greiðast úr teppunni um hádegisbilið í Svíþjóð. Þá voru lestir lagðar af stað frá aðalbrautarstöðinni í Stokkhólmi suður á bóginn.

Lestir fengu þó ekki að fara sunnar en til Hässelholm og Helsingborg. Brautarteinarnir til Ystad voru lokaðir. 

Sænsku járnbrautirnar felldu niður 15 brottfarir í morgun. Það hafði fyrstog fremst áhrif á ferðir á milli Västerås og Stokkhólms. Engar lestir gengu á milli Eskilstuna og Strängnäs. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Málningar- og viðhaldsvinna
Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð og góð umgengni. T...
Ukulele
...
Hitakútar
Amerísk gæða framleiðsla. 30-450 lítrar. umboðsmenn um land allt. Rafvörur, Dal...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar
Önnur störf
Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar Stj...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Opi...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...