Sænskar járnbrautir víða stopp

Stokkhólmur.
Stokkhólmur.

Öngþveiti hefur ríkt í lestarsamgöngum í Svíþjóð í dag vegna fannfergis og rafmagnstruflana. Járnbrautalestir eru stopp víða um landið og margir farþegar sem komast ekki leiðar sinnar. Fréttavefur Aftonbladet segir að á mörgum stöðum í landinu liggi lestarsamgöngur alveg niðri.

Þannig fara lestir hvorki til eða frá Malmö. Rafmagnsleysi olli því að engin umferð var til Malmö eða Gautaborgar í einn og hálfan tíma í morgun. Tekið var að greiðast úr teppunni um hádegisbilið í Svíþjóð. Þá voru lestir lagðar af stað frá aðalbrautarstöðinni í Stokkhólmi suður á bóginn.

Lestir fengu þó ekki að fara sunnar en til Hässelholm og Helsingborg. Brautarteinarnir til Ystad voru lokaðir. 

Sænsku járnbrautirnar felldu niður 15 brottfarir í morgun. Það hafði fyrstog fremst áhrif á ferðir á milli Västerås og Stokkhólms. Engar lestir gengu á milli Eskilstuna og Strängnäs. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Hauststemmning í Tungunum, Eyjasól ehf.
Sumarhúsin okkar eru nokkuð laus í sept og okt, hlý og cosy.. Norðurljós í heit...
Stálvaskur - lítur vel út
Til sölu: Sterklegur stálvaskur. . verð 2000kr Upplýsingar í síma 564-1787 og ...
2ja daga ljósmyndanámskeið 23. + 24. okt
2ja DAGA LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 23. og 24. okt. 2ja daga byrjenda ljósmyndanámskei...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...