Presturinn svaf yfir sig

Stundum bregst vekjaraklukkan.
Stundum bregst vekjaraklukkan.

Hefð er fyrir því í Svíþjóð að messað sé snemma á jóladagsmorgni, jafnvel klukkan sex enda þótt mun fleiri sæki nú messuna um miðnættið eins og algengt er hér á landi. En óvenjulegt er að presturinn sofi yfir sig eins og gerðist að þessu sinni í dómkirkjunni í Luleaa.

 Að sögn vefsíðu Dagens Nyheter björguðu organleikarinn og meðhjálparinn málum, sá fyrrnefndi hafði ofan af fyrir kirkjugestunum með því að leika fjölda sálma og hinn með því að lesa hátt texta dagsins. Presturinn seinheppni mætti ekki fyrr en í kaffið eftir messu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert