Blaðamaður barinn til bana í Kína

Kínverskur blaðamaður sem er þekktur fyrir að skrifa fréttir af viðkvæmum málefnum lést af völdum barsmíða, að sögn félaga mannsins. Ráðist var á hann af hópi manna fyrir tíu dögum og lést hann af völdum áverkanna í dag, samkvæmt upplýsingum AFP.

Blaðamaðurinn, Sun Hongjie, skrifaði meðal annars um skipulagt niðurrif húsa á vegum stjórnvalda til þess að rýma fyrir nýjum byggingum. Sun starfaði fyrir morgunblað í Xinjiang héraði og sagði vinnufélagi hans við AFP að sjúkrahúsið hafi Sun hafi látist af völdum áverkanna í dag en hann var úrskurðaður heiladauður eftir árásina.

Samkvæmt ríkisfréttastofunnar Xinhua segir lögregla að ráðist hafi verið á Sun á byggingarstað og ástæðan hafi verið sú að Sun hafi móðgað annan mann. Árásin tengdist ekki skrifum hans að neinu leyti.

Hins vegar segja samtökin Reporters Without Borders að lögreglan fari ekki rétt með en fyrri skýringar lögreglunnar hafi verið þær að ráðist hafi verið á Sun fyrir utan bar eða um ránsárás hafi verið að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert