Evran byrði á Slóvökum

Unnið á færibandinu í bílaverksmiðju PSA Peugeot Citroen í Trnava …
Unnið á færibandinu í bílaverksmiðju PSA Peugeot Citroen í Trnava í Slóvakíu. Reuters

„Svo virðist sem að þeir hafi leyft okkur aðgang [að evrusvæðinu] einungis til að greiða fyrir skuldir þeirra,“ sagði Petra Hargasova, 22 ára hagfræðinemi, í samtali við AP-fréttastofuna. Margir stjórnmálamenn í Slóvakíu eru nú sagðir leita leiða til að kasta evrunni. 

Vitnað er til greinar Richard Sulik, forseta þingsins í Slóvakíu, í dagblaðinu Hospodarske Noviny þar sem hann færir rök fyrir því að Slóvakar eigi að kasta evrunni og taka upp fyrri gjaldmiðil sinn aftur. 

Fram kemur í fréttaskýringu AP að andstaðan við evruna í Slóvakíu sé mikil og að hún hafi meðal annars komið fram í andstöðu við að leggja 800 milljónir evra í 110 milljarða evra björgunarpott til handa Grikkjum.

„Allir sem búa yfir heilbrigðri skynsemi sjá að kerfið stríðir við sjúkleika,“ segir Matus Posvanc, greinandi hjá F. A. Hayek-hugveitunni í Bratislava, sem er til hægri.

Telur Posvang gagnslaust að reyna að forða Grikkjum frá falli með fjárútlátum, enda sé greiðsluþrot Grikklands „óhjákvæmilegt“. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert