Njósnari giftist viðfangsefni sínu

Njósnahneykslið skekur nú bresku lögregluna.
Njósnahneykslið skekur nú bresku lögregluna. Reuters

Njósnari bresku lögreglunnar giftist og eignaðist börn með aðgerðarsinna sem hann kynntist þegar hann starfaði á laun innan hóps umhverfisverndarsinna. Er hann fjórði lögreglumaðurinn sem upplýst hefur verið um að hafi laumað sér inn í samtök þeirra en þrír þeirra eru sakaðir um að hafa haft kynferðislegt samband við meðlimi samtaka sem þeir voru að njósna um.

Breska blaðið The Guardian greinir frá þessu á vefsíðu sinni í kvöld. Yfirmaður í lögreglunni sem hefur farið með mál njósnaranna eftir að það varð opinbert sagði í dag að þeim hafi verið sérstaklega bannað að eiga kynferðislegt samneyti við viðfangsefni rannsókna þeirra. Sagði hann að það væri aldrei ásættanlegt fyrir lögreglumann að sofa hjá fólki sem rannsókn beindist að.

„Eitthvað hefur farið illilega úrskeiðis hér. Við værum ekki stödd þar sem við erum ef svo væri ekki,“ sagði fulltrúi lögreglunnar.

Fleiri lögreglumenn hafa orðið uppvísir af því að hafa smyglað sér inn í samtök umhverfisverndarsinna eftir að breska blaðið óskaði upplýsinga í kjölfar þess að upp komst um njósnarann Mark Kennedy sem meðal annars kom hingað til lands til þess að njósna um Saving Iceland.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert