Átta sjóræningjar féllu

Sjórán eru tíð úti af ströndum Sómalíu.
Sjórán eru tíð úti af ströndum Sómalíu. Reuters

Sérsveitarmenn suðurkóreska flotans réðust um borð í skip á Indlandshafi í nótt sem sómalískir sjóræningjar höfðu rænt um miðjan janúarmánuð. Allri áhöfn skipsins var bjargað en átta sjóræningjar féllu í árásinni. Skipstjórinn fékk skot í magann en hann er þó ekki talinn í lífshættu. Björgunaraðgerðirnar áttu sér stað norðaustur af ströndum Sómalíu.

Sjóræningjarnir rændu skipinu, sem var á leið frá Srí Lanka til Sameinuðu arabísku furstadæmanna, og 21 manna áhöfn þann 15.janúar síðastliðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert