Kjósa um hvort jarðsetja eigi Lenín

Grafhýsi Leníns er til hægri á myndinni.
Grafhýsi Leníns er til hægri á myndinni. Reuters

Ný skoðanakönnun á vegum Sameinaðs Rússlands, stjórnarflokksins í Kreml, á að leiða í ljós hvort Rússar vilji að lík Vladímírs Leníns, stofnanda Sovétríkjanna, verði jarðsett eða ekki.

Smurt lík Leníns er enn til sýnis í grafhýsi á Rauða torginu í Moskvu, tveimur áratugum eftir að Sovétríkin féllu.

Umræða um hvort jarðsetja eigi Lenín kemur upp nánast árlega í kringum ártíð hans en Lenín lést 21. janúar 1924.

Ekki er ljóst hvort rússnesk stjórnvöld ætla að fara eftir niðurstöðu skoðanakönnunarinnar en Vladímír Pútín, forsætisráðherra, hefur sagt að rússneska þjóðin muni á endanum ráða örlögum Leníns.

Valdimír Lenín.
Valdimír Lenín.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert