Flestir kristnir menn handteknir í Norður-Kóreu

Kim Jong-il leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-il leiðtogi Norður-Kóreu. Reuters

Norður-Kóreumenn eru efstir á lista yfir helstu ofsóknarmenn kristinna manna þriðja árið í röð. Hundruð kristinna manna voru handteknir í Norður-Kóreu á árinu 2010, þar á meðal voru nokkrir drepnir og aðrir sendir í fangabúðir. Á eftir Norður-Kóreu koma löndin Íran, Afganistan og Sádi-Arabía. Nokkur lönd, þar á meðal Máritanía og Kína, féllu niður um nokkur sæti á listanum frá árinu 2009.

Þetta kemur fram í skýrslu á vegum samtaka sem kalla sig „Open Doors“. Skýrslan var nýlega til umræðu hjá Evrópuráði á ráðstefnu um ofbeldi gegn kristnum mönnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert