Berlusconi berst í bökkum

Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu ætlar að sitja af sér storminn sem nú geisar um einkalíf hans vegna ásakana um að hann hafi keypt þjónustu vændiskvenna á táningsaldri. Berlusconi ávarpaði í gær þjóð sína og gagnrýni fjölmiðla harðlega fyrir að birta útprent af símasamtölum hans.

„Þetta er ekki frjálst land á meðan þú getur ekki verið viss ef þú tekur upp símtólið hvort öryggi einkasamtala. Þetta er ekki frjáls land þegar borgarar geta lent í því að sjá sjálfa sig í dagblöðunum, með ítarlegum upplýsingum úr einkasamtölum, einkalífinu, birt, án refsingar," sagði Berlusconi. Þetta er engan veginn í fyrsta skipti sem Berlusconi er viðriðinn hneykslismál en hann hefur þó sjaldan átt erfiðara um vik að halda sínu striki en nú. Þrátt fyrir allt fullyrðir forsætisráðherrann að honum verði ekki hnikað.

„Ég hef séð margt á 17 árum.  Þeir hafa gripið til allra ráða til að bola mér úr stjórnmálum og úr sögunni og þeir hafa jafnvel ráðist á mig líkamlega. En aldrei, og ég endurtek aldrei, hafa andstæðingar okkar hagað sér með jafn skammarlegum hætti."  Berlusconi berst í bökkum en skoðanakannanir sýna að Ítalir eru að missa traustið á leiðtoga sínum. Málaferli yfir honum um meint skattsvik og bókhaldsbrellur halda áfram í febrúar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert